Þetta gerum við
Við kennum konum í flóttamannabúðum að búa til vörur úr jurtum, bæði til eigin nota og til að afla tekna. Við þjálfum einnig kvenleiðtoga mismunandi ættbálka til að kenna námkeiðin svo að þekkingin nái til sem flestra.
Verkefnin okkar
Við rekum verkefni í flóttamannabúðum í Úganda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Lífgrös voru einnig með verkefni í flóttamannabúðum í Kúrdistan Írak 2023-2024.
Námskeiðin
Námskeiðin eru byggð upp á vali kvennanna sjálfra og þeirra þörfum og þær taka vörurnar með sér heim. Sem dæmi kennum við að búa til vörur fyrir verki og brunasár sem mikil þörf er á. 702 konur sóttu námskeiðin okkar 2023-2024.
Veldu upphæð
Styrkupphæð
-
Not Set
Funding Goal -
282.771 kr.
Funds Raised -
Campaign Never Ends
Campaign End Method
You must be logged in to post a review.
Þú getur líka millifært beint á reikning: 537-26-12836 og kt: 640723-0410.
Ef þú vilt styrkja okkur með mánaðarlegri upphæð geturðu stofnað reglulegar greiðslur í heimabankanum þínum. Svona ferðu að því:
Íslandsbanki: Greiðslur – millifærslur – reglulegar millifærslur
Arion banki: Greiðslur – millifæra – framvirk/reglubundin greiðsla
Landsbanki: Millifærslur – endurteknar millifærslur
ÞÆR ERU MJÖG ÁHUGASAMAR
Verkefnið í Úganda
Í Palabek flóttamannabúðunum erum við í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og stefnum á að vinna fimm verkefni samhliða:
- Námskeið þar sem Anna Rósa grasalæknir kennir konum að búa til vörur úr jurtum
- Þjálfun kvenleiðtoga mismunandi ættbálka til að kenna námkeiðin svo að þekkingin nái til sem flestra
- Búa til gagnabanka til að halda utan um þekkingu flóttakvenna á jurtum
- Auka virði þeirra vara sem þegar eru framleiddar af býflugnabændum
- Framleiða ilmkjarnaolíur til að þróa moskítófælu en malaría er 44% allra sjúkdóma á svæðinu
HÚN ER HÆSTÁNÆGÐ MEÐ SMYRSLIÐ SITT
Æðislegt námskeið!
Bahar Mirza býr í Esyan flóttamannabúðunum í Kúrdistan. Hún er 47 ára gömul og er frá Sinjar héraðinu í Írak en þurfti að flýja með fjölskyldu sinni þegar ISIS gerðu innrás 2014. Hún eyðir dögunum í heimilisverk og hugsar um nokkrar kindur sem hún á. Bahar hafði þetta um smyrslanámskeiðið hjá Önnu Rósu að segja: „Mér fannst það algjörlega frábært, þetta var alveg ný upplifun fyrir mig, mér fannst allt námskeiðið æðislegt. Svo fannst mér líka dásamlegt að fá að eiga smyrslið sem við bjuggum til en ég elska þetta smyrsl.“
ÞÆR VILJA LÆRA MEIRA
Hver eru áhrifin í Kúrdistan Írak?
- 652 konur í þremur flóttamannabúðum sóttu námskeið hjá okkur.
- Við útdeildum 687 vörum t.d. fyrir verki og brunasár sem mikil þörf var á.
- Stjórnvöld í Kúrdistan stöðvuðu þetta verkefni eftir 12 mánuði á þeim forsendum að það væri of hættulegt að kenna ómenntuðum flóttakonum að gera smyrsl og jurtate úr kamillu. Þær gætu mögulega farið sér að voða með þessháttar þekkingu.
- Við erum enn að leita leiða til að halda áfram með þessi námskeið.
FYLGSTU MEÐ FRÉTTUM
Reviews
There are no reviews yet.