Hvernig kviknaði hugmyndin?

Þegar Anna Rósa fékk þá hugmynd að fara að kenna konum í flóttamannbúðum um grasalækningar þorði hún ekki að segja nokkrum manni frá því. Það væri alveg galið að ætla sér að fara til ókunnugs lands að gera þetta með ekki nokkur einustu tengsl. Hlustaðu á hana hér fyrir neðan ef þú vilt vita meira um þetta verkefni.

Þú getur líka kíkt á örstutta heimildarmynd um Önnu Rósu og hennar vinnu sem grasalæknir.

Um Önnu Rósu

Anna Rósa stundaði nám í grasalækninum í 4 ár í Bretlandi. Hún hefur rekið eigin ráðgjöf og kennt um lækningamátt íslenskra jurta í yfir 30 ár ásamt því að gefa út vinsæla bók og vefnámskeið um íslenskar lækningajurtir. Hún framleiðir yfir 100 vörur í höndunum og tínir allar jurtirnar sjálf í íslenskri náttúru. Hún lætur hluta af hagnaði allra vara renna til Lífgrasa.