Lífgrös2023-11-24T15:55:47+00:00

Við eflum konur í flóttamannabúðum

Anna Rósa grasalæknir kennir konum í flóttamannabúðum í Kúrdistan Írak að búa til vörur úr lækningajurtum. Þær þurfa þína aðstoð!

Veldu upphæð

Placeholder

Styrkupphæð

by Tushar Jain

  • Not Set

    Funding Goal
  • 177.721 kr.

    Funds Raised
  • Campaign Never Ends

    Campaign End Method
Raised Percent :
0%
Minimum amount is kr. Maximum amount is kr. Veldu þá upphæð sem þú vilt
kr.
, Iceland

Tushar Jain

1 Campaigns | 0 Loved campaigns

See full bio

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Styrkupphæð”

Þetta gerum við

Við kennum konum í flóttamannabúðum að búa til vörur úr lækningajurtum, bæði til eigin nota og til að afla tekna. Þær fá einnig frían aðgang að netnámskeiðum hjá virtum skóla í grasalækningum.

Hvernig gerum við það?

Anna Rósa grasalæknir rekur verkefnið Herbal Sisters í Kúrdistan Írak í samstarfi við þarlend samtök The Lotus Flower. Hún fer þangað tvisvar á ári og kennir konum í mörgum flóttamannabúðum. Eman, kúrdísk kona sem er að læra grasalækningar, kennir námskeiðin á milli heimsókna Önnu Rósu.

Námskeiðin

Við erum með ferns konar námskeið í flóttamannabúðunum. Við kennum hvernig á að búa til smyrsl, vöðva- og verkjaolíu, hóstasíróp og hár- og húðvörur. Konurnar fá vörur til að taka með sér heim. Nú þegar hafa námskeiðin nýst 348 konum og við reiknum með að þau nýtist 550 konum í lok 2023.

Veldu upphæð

Placeholder

Styrkupphæð

by Tushar Jain

  • Not Set

    Funding Goal
  • 177.721 kr.

    Funds Raised
  • Campaign Never Ends

    Campaign End Method
Raised Percent :
0%
Minimum amount is kr. Maximum amount is kr. Veldu þá upphæð sem þú vilt
kr.
, Iceland

Tushar Jain

1 Campaigns | 0 Loved campaigns

See full bio

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Styrkupphæð”

Þú getur líka millifært beint á reikning: 537-26-12836 og kt: 640723-0410.

Ef þú vilt styrkja okkur með mánaðarlegri upphæð geturðu stofnað „reglulegar millifærslur“ í heimabankanum þínum.

Þetta er Eman

Eman er kúrdísk kona sem er að læra grasalækningar. Hún sér um að kenna námskeiðin þegar Anna Rósa er ekki til staðar, en hún er með háskólagráðu í ensku og mikla reynslu í að vinna með flóttamönnum. Sem stendur vinnur hún í hlutastarfi fyrir Lífgrös á meðan við leitum að fjármagni til að ráða hana í fullt starf. Til að halda þessu verkefni gangandi er nauðsynlegt fyrir okkur að tryggja að við getum borgað launin hennar næstu sex mánuði.

Þetta er Bashar

Bashar er einkabílstjórinn okkar. Hann er með háskólagráðu í tölvunarfræðum. Í Írak eru engar almenningssamgöngur og eina leiðin til að komast í flóttamannabúðirnar er með því að hafa einkabílstjóra. Vegirnir eru alls ekki öruggir og bílslys algeng og því er nauðsynlegt að hafa reyndan bílstjóra eins og Bashar til að aka Eman í flóttamannabúðirnar. Við þurfum nauðsynlega að tryggja fjármagn til að borga Bashar laun næstu sex mánuði.

ÞÆR VILJA LÆRA MEIRA

Hver eru áhrifin?

  • 348 konur í flóttamannabúðum hafa sótt námskeið hjá okkur.
  • Við höfum útdeilt 348 vörum úr lækningajurtum, þar á meðal smyrsl, vöðva- og verkjaolíu, hóstasíróp og hárolíu.
  • Fimm konur hafa nú þegar sýnt áhuga á því að stofna fyrirtæki og framleiða vörur úr lækningajurtum.
  • Þrjár konur eru að læra meira um lækningajurtir á fríum netnámskeiðum frá virtum skóla í grasalækningum.

HÚN ER HÆSTÁNÆGÐ MEÐ SMYRSLIÐ SITT

Æðislegt námskeið!

Bahar Mirza býr í Esyan flóttamannabúðunum í Kúrdistan. Hún er 47 ára gömul og er frá Sinjar héraðinu í Írak en þurfti að flýja með fjölskyldu sinni þegar ISIS gerðu innrás 2014. Hún eyðir dögunum í heimilisverk og hugsar um nokkrar kindur sem hún á. Bahar hafði þetta um smyrslanámskeiðið hjá Önnu Rósu að segja: „Mér fannst það algjörlega frábært, þetta var alveg ný upplifun fyrir mig, mér fannst allt námskeiðið æðislegt. Svo fannst mér líka dásamlegt að fá að eiga smyrslið sem við bjuggum til en ég elska þetta smyrsl.“

ÞINN STYRKUR FER EKKI Í NEINA VITLEYSU

Engin laun

Anna Rósa og aðrir í stjórn samtakanna vinna eingöngu í sjálfboðavinnu og Anna Rósa þiggur engin laun frá samtökunum þegar hún vinnur í Kúrdistan. Það er heldur enginn kostnaður við skrifstofu því hún er í stofunni heima hjá Önnu Rósu.

Hver króna skiptir máli

Þú getur breytt lífi kvenna í flóttamannabúðum með því að efla þær til menntunar.

FYLGSTU MEÐ FRÉTTUM

Skráðu þig á póstlistann!

Title

Go to Top