Stjórn Lífgrasa

Góðgerðarsamtökin Lífgrös voru stofnuð 11. júní 2023 og starfa samkvæmt lögum nr. 119/2019. Öll vinna stjórnar er í sjálfboðavinnu og Anna Rósa þiggur engin laun frá samtökunum þegar hún vinnur í Kúrdistan Írak.

Anna Rósa Róbertsdóttir
Anna Rósa RóbertsdóttirFormaður stjórnar
Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Hún framleiðir yfir 100 vörur í höndunum og tínir allar jurtirnar sjálf. Hún lætur hluta af hagnaði allrar framleiðslu renna til Lífgrasa.
Hjörleifur Sveinbjörnsson
Hjörleifur SveinbjörnssonMeðstjórnandi
Hjörleifur hefur stundað ýmis störf til sjós og lands. Hann stundaði nám í kínversku og kínverskum bókmenntum við Peking háskóla og hefur gefið út nokkrar bækur úr þeirri átt. Hann hefur meiri ánægju af því að vera úti en inni og njóta náttúrunnar.
Ingibjörg Birna Ólafsdóttir
Ingibjörg Birna ÓlafsdóttirGjaldkeri
Ingibjörg Birna brennur fyrir vellíðan fólks og jákvæðri sálfræði. Hún er með meistaragráður í viðskiptafræði og mannauðsstjórnun sem báðar snúa að rannsóknum á vellíðan. Ingibjörg Birna hefur látið sig góðgerðarmál varða, bæði á Íslandi og í Afríku.

Ráðgjafar stjórnar

David Cabrera
David CabreraTónlistarmaður og pródúsent
David hefur unnið til Grammy-verðlauna og fengið tilnefningu til Emmy-verðlauna sem stjórnandi í heimi Latino tónlistar. Þá kennir hann hugleiðslu og bardagaíþróttir. David á rætur í sterkri hefð þeirra sem hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir jafnrétti og frelsi alls litaðs fólks á Kúbu.
Melissa Ronaldson
Melissa RonaldsonGrasalæknir
Melissa stofnaði the UK Herbalist Without Borders Calais Campaign, hreyfanlega klíník fyrir samfélög flóttamanna í Norður Frakklandi. Í klíníkinni er fengist við bráðahjálp, almenn veikindi og grasalækningar í bráðatilfellum.