Verkefnið í Úganda
Sumarið 2024 fór Anna Rósa í heimsókn til Úganda til að kynna sér aðstæður og hélt tvö námskeið fyrir flóttakonur til að kanna áhuga þeirra. Áhuginn reyndist vera mjög mikill en 56 konur sóttu námskeiðin og fengu þær verkjaolíu til að taka með sér heim. Við höfum þegar heyrt að olían hafi virkað vel fyrir margar kvennanna.
Verkefnið í Kúrdistan Írak
Ánægjan var mikil
Skoðanakönnun um námskeiðin sýndi að á skalanum 1-10 var ánægjan hjá konunum 8.2 og yfirgnæfandi meirihluti vildi læra meira um lækningajurtir. Fjölmargar konur létu okkur vita að vörurnar hefðu hjálpað þeim með ýmsa kvilla.
Fótaverkir minnkuðu
Khadija Omar Ali er 44 ára gömul, en hún hefur ásamt eiginmanni sínum verið með langvarandi verki í fótum í mörg ár. Þau hafa farið til nokkurra lækna og prófað ýmsisskonar lyf en ekkert hefur virkað nógu vel. Khadija ákvað að prófa verkjaolíuna sem við höfum kennt á námskeiðum í flóttamannabúðum í Kúrdistan Írak. Hún varð mjög hissa þegar bæði hún og maðurinn hennar fundu umtalsverðan mun. Hún er yfir sig ánægð að geta núna búið til verkjaolíuna sjálf og haldið áfram að nota hana þegar þau þurfa.
Exemið lagaðist
Rojin Ahmed Ismail kom á námskeið hjá okkur og lærði að búa til smyrsl. Hún hefur notað það á dóttur sína sem var með slæmt exem með ákaflega góðum árangri. Dóttir hennar er yfir sig ánægð að hafa loksins fengið eitthvað sem virkar og Rojin er ekki síður ánægð og ætlar að halda áfram að búa til smyrslið fyrir hana.
Hún fann mikinn mun
Þetta er Farida sem býr í flóttamannabúðum í Kúrdistan Írak en hún kom á námskeið hjá okkur til að læra að búa til verkjaolíu. Hún er 45 ára gömul og hefur verið með mikla verki í fótunum í langan tíma og þrátt fyrir lyf ekki náð að losna við þá. Hún fékk verkjaolíu með sér heim af námskeiðinu og eftir að hafa notað hana í nokkra daga fann hún mikinn mun. Í dag getur hún staðið í fæturnar án þess að finna til.
Æðislegt námskeið
Bahar Mirza býr í Essyan flóttamannabúðunum í Kúrdistan. Hún er 47 ára gömul og er frá Sinjar héraðinu í Írak en þurfti að flýja með fjölskyldu sína þegar ISIS gerðu innrás 2014. Hún eyðir dögunum í heimilisverk og hugsar um nokkrar kindur sem hún á. Bahar hafði þetta um smyrslanámskeiðið hjá Önnu Rósu að segja: “Mér fannst það algjörlega frábært, þetta var alveg ný upplifun fyrir mig, mér fannst allt námskeiðið æðislegt. Svo fannst mér líka dásamlegt að fá að eiga smyrslið sem við bjuggum til en ég elska þetta smyrsl.”