Lífgrös
Kt. 640723-0410, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík, rekur vefsíðuna www.lifgros.is, þar sem hægt er að styrkja starfsemina, senda fyrirspurnir og skoða ýmsar upplýsingar um góðgerðarsamtökin. Einnig er hægt að lesa blogg og gerast áskrifandi að fréttabréfi. Saman er þetta kallað „þjónusta“.
Ábyrgðaraðili
Þegar þjónustan er notuð kunna Lífgrös, kt. 640723-0410, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík, að vinna með persónuupplýsingar frá þér og bera góðgerðarsamtökin ábyrgð á þeirri vinnslu. Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við persónuverndarlög á hverjum tíma, sbr. nú lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einnig reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin).
Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvernig notum við þær
Vefverslun okkar
Við söfnum nafni, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri þegar þú styrkir okkur í vefverslun. Við notum þessar upplýsingar til að staðfesta hver þú ert, afgreiða og senda pöntun, ganga frá greiðslu og upplýsa um uppfærslur s.s. á skilmálum. Við notum einnig þessar upplýsingar til að senda þér fréttir.
Áskrift að fréttabréfi
Við söfnum nafni og netfangi þegar þú gerist áskrifandi að fréttabréfi okkar í gegnum kaup í vefverslun, vefsíðu eða á annan máta og eins þegar þú sendir okkur fyrirspurnir eða skilur eftir athugasemdir við blogg. Við notum þessar upplýsingar til að senda þér tölvupóst með fréttum og styrktarbeiðnir.
Fyrirspurnir
Við söfnum nafni, netfangi og öðrum persónulegum upplýsingum sem þú gefur okkur í gegnum tölvupóst, síma, messenger, live chat eða á samfélagsmiðlum þegar þú hefur samband og óskar eftir upplýsingum frá okkur. Við notum þessar upplýsingar til að svara fyrirspurnum frá þér.
Skráningargögn
Við söfnum tæknilegum upplýsingum um snjalltæki og tölvu. Við söfnum einnig skráningargögnum, þ.e. þeim upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar. Þessi skráningargögn geta falið í sér upplýsingar um IP-tölu, tegund vafra, útgávu vafra, síður sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar, lengd tíma sem þú varðir á síðum og önnur talnagögn. Við notum þessar upplýsingar til að bæta þjónustu, vefsíðu og samskipti, sérsníða þjónustu að þínum þörfum t.a.m. hvaða vörur eða tilboð eru sýnd á vefsíðu í samskiptum við þig og til að gera markaðsrannsóknir.
Vafrakökur (e. cookies)
Vafrakökur eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða snjalltækjum sem þú notar til að heimsækja vefsíðu í fyrsta sinn. Þær gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Vafrakökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt, netfang, símanúmer eða kennitölu en þær geta hinsvegar innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar.
Við notum vafrakökur til að bæta viðmót vefsíðu og til að fylgjast með og greina notkun á henni. Tilgangur þess að safna saman þessum upplýsingum er að bæta þjónustu við þig og