Skattaafsláttur

Skattaafsláttur2024-10-21T20:22:50+00:00

*Útreikningar miðast við skattahlutfall í skattþrepi tvö, eða 37,95%.

Þú getur fengið skattaafslátt

Lög nr. 110/2021 sem tóku gildi 1. nóvember 2021 veita einstaklingum heimild til skattafrádráttar allt að kr. 350.000 vegna framlaga til félaga sem skráð eru á almannaheillaskrá Skattsins. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis að mannúðar- og líknarstarfssemi og æskulýðs- og menningarstarfssemi. Til að einstaklingur fái frádrátt þurfa framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10.000 kr.

Allt að 350.000 kr

Lífgrös eru skráð almannaheillafélag og því getur þú fengið árlegan skattaafslátt ef þú styrkir okkur fyrir allt að kr. 350.000. Upphæð skattafrádráttarins er mismunandi eftir því í hvaða skattþrepi þú ert í. Ef þú ert t.d. í skattþrepi 2 og styrkir okkur um 120.000 kr á ári (eða 10.000 kr á mánuði) þá færðu skattaafslátt upp á 45.540 kr og því ertu í raun bara að greiða 74.460 kr en ekki 120.000 kr. Frádráttur þessi er ekki millifæranlegur hjá hjónum/sambúðarfólki en samanlagt geta hjón eða sambúðarfólk lækkað skattstofn sinn um kr. 700.000.  Skattaafslátturinn kemur til endurgreiðslu við árlega álagningu tekjuskatts og framlagið er forskráð á skattframtalið.

Fyrirtæki fá líka skattaafslátt

Löggjöfin nær einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki fengið skattafslátt sem getur numið allt að 1,5% af tekjuskattsstofni.

Skattaafsláttur þegar þú styrkir Lífgrös

Í töflunni má sjá hvaða árlega skattaafslátt þú getur fengið með því að styrkja Lífgrös mánaðarlega.

Veldu upphæð

Placeholder

Styrkupphæð

by Tushar Jain

  • Not Set

    Funding Goal
  • 282.771 kr.

    Funds Raised
  • Campaign Never Ends

    Campaign End Method
Raised Percent :
0%
Minimum amount is kr. Maximum amount is kr. Veldu þá upphæð sem þú vilt
kr.
, Iceland

Tushar Jain

1 Campaigns | 0 Loved campaigns

See full bio

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Styrkupphæð”

Title

Go to Top