Herbal Sisters
Verkefnið Herbal Sisters er samstarfsverkefni með The Lotus Flower samtökunum. Frá 2014 hafa þau starfrækt mörg árangursrík verkefni í flóttamannabúðum í Kúrdistan Írak. Starfsfólk hjá The Lotus Flower hefur liðsinnt Önnu Rósu afar vel og fyrir það erum við ákaflega þakklát. Það er einstök gæfa þegar farið er af stað með svona verkefni að njóta liðsinnis fólks með mikla reynslu á þessu sviði.