Herbal Sisters

Verkefnið okkar í Kúrdistan var kallað Herbal Sisters og var samstarfsverkefni með The Lotus Flower samtökunum. Frá 2014 hafa þau starfrækt mörg árangursrík verkefni í flóttamannabúðum í Kúrdistan Írak. Starfsfólk hjá The Lotus Flower liðsinnti Önnu Rósu afar vel og fyrir það erum við ákaflega þakklát.

Æðislegt námskeið

Bahar Mirza býr í Essyan flóttamannabúðunum í Kúrdistan. Hún er 47 ára gömul og er frá Sinjar héraðinu í Írak en þurfti að flýja með fjölskyldu sína þegar ISIS gerðu innrás 2014. Hún eyðir dögunum í heimilisverk og hugsar um nokkrar kindur sem hún á. Bahar hafði þetta um smyrslanámskeiðið hjá Önnu Rósu að segja: “Mér fannst það algjörlega frábært, þetta var alveg ný upplifun fyrir mig, mér fannst allt námskeiðið æðislegt. Svo fannst mér líka dásamlegt að fá að eiga smyrslið sem við bjuggum til en ég elska þetta smyrsl.”

Konurnar á námskeiðunum

Hjörtum manna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu, orti Tómas Guðmundsson. Önnu Rósu fannst ekki mikill munur að kenna konum að búa til smyrsl á Íslandi eða í flóttamannabúðum í Kúrdistan. Sami áhuginn og sama gleðin.

The Lotus Flower

Við hefðum engin áhrif haft án samstarfs við The Lotus Flower samtökin. Starfsfólk þeirra gerði þetta verkefni að veruleika með einstakri hjálpsemi. Fjöldi manna lagði hönd á plóg. Hér sjáið þið nokkrar hjálpahellur.

Konurnar á markaðnum

Þessar konur seldu okkur jurtir fyrir námskeiðin. Þetta verkefni efldi því ekki aðeins konur í flóttamannabúðum heldur líka þessar konur.

0
Ár
0+
Bakhjarlar
0
Konur á námskeiðum

Hver króna skiptir máli

Þú getur breytt lífi kvenna í flóttamannabúðum með því að efla þær til menntunar!