Í Dukhok-héraði í Kúrdistan Írak þar sem Anna Rósa grasalæknir vinnur í sjálfboðavinnu fyrir Lífgrös eru starfræktar tuttugu flóttamannbúðir. Í búðunum er neyð kvenna mest en ofbeldi gagnvart þeim er viðvarandi vandamál.

Duhok í Kúrdistan Írak

Duhok-hérað í Kúrdistan Írak hefur ekki farið varhluta af viðvarandi stríðsátökum og óöld í landinu. Sextán flóttamannabúðuir eru starfræktar, aðeins í þessu eina héraði, fyrir karla konur og börn á flótta innanlands. Fjórar til viðbótar fyrir sýrlenska flóttamenn en í maílok í ár voru þeir ríflega 83.500 talsins.

Flóttamenn frá Sýrlandi

Í Kúrdistan Írak eru 38% sýrlenskra flóttamanna í níu flóttamannabúðum, en af þeim eru fjórar í Duhok. Fjöldi sýrlenskra flóttamanna jókst enn eftir hernaðaraðgerðir Tyrkja í norð-austur Sýrlandi í október 2019.

Fólk á flótta innanlands

Samkvæmt nýlegu mati eru um 64.500 fjölskyldur fólks á flótta innanlands í Duhok-héraði. Mikill meirihluti eru Yezidar frá Sinjar-héraði. ISIS-liðar beittu þetta fólk sérstakri hörku og grimmd og það svo mjög að aðfarirnar falla undir skilgreiningu þjóðarmorðs. Sinjar-búar eru ófúsir að snúa til síns heima vegna viðvarandi þjóðfélagsóróa þar.

Konurnar í mestri neyð

Með nýjum og nýjum átakasvæðum vítt og breitt um veröldina hefur athygli heimsins á búðunum farið minnkandi, þrátt fyrir að neyðin sé söm og jöfn. Staðaryfirvöld í Duhok-héraði hafa kappkostað að halda uppi þjónustu við flóttamenn, einkum frá Sýrlandi, og fólk á flótta innanlands, en standa því frammi fyrir auknum vanda en var hann þó ærinn fyrir. Mikið vantar upp á öryggi fólksins og einkalíf og einkum er ofbeldi gegn konum viðvarandi vandamál.

Um höfundinn

Hjörleifur Sveinbjörnsson hefur stundað ýmis störf til sjós og lands. Hann stundaði nám í kínversku og kínverskum bókmenntum við Peking háskóla og hefur gefið út nokkrar bækur úr þeirri átt. Hann hefur meiri ánægju af því að vera úti en inni og njóta náttúrunnar.

Deildu

FYLGSTU MEÐ FRÉTTUM

Skráðu þig á póstlistann!

Leave A Comment